larushlist.com

Lárus H List starfaði á Listasafninu á Akureyri í sex ár eða frá 1994-2000 undir stjórn og handleiðslu Haraldar Inga Haraldssonar Listfræðings og fyrrum

Umsagnir

Lárus H List starfaði á Listasafninu á Akureyri í sex ár eða frá 1994-2000 undir stjórn og handleiðslu Haraldar Inga Haraldssonar Listfræðings og fyrrum forstöðumans Listasafnsins og Hannesar Sigurssonar Listfræðings og núverandi forstöðumans safnsins. Lárus H List sýndi myndlistarstarfsemi safnsins mikinn áhuga og gerði sér far um að kynna sér vel þær sýningar sem á boðstólum voru hverju sinni. Á safninu komst Lárus H List einnig í persónuleg kynni við marga myndlistamenn, bæði innlenda og erlenda sem höfðu mótandi áhrif á listferil hans sjálfs.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.


LIST Í ÁLÖGUM 1997.
Af dúknum má ljóslega ráða að Lárus List máli af fingrum fram og láti tilfallandi innblástur ráða för pensilstúfsins um grunnmál myndflatarins hverju sinni. Svona líkt og nýbylgjumálarar níunda árartugarins gerðu er þeir voru hvað upp TENDRAÐASTIR. List í álögum er myndefnið heimur álfa og huldufólks og óljósra skila á vettvangi hvunndagsins og má af dúknum ráða að Lárus List hefur eitt og annað numið af þeim listamönnum sem sýnt hafa á Listasafni Akureyrar. AÐ BAKI ÓSTÝRILÁTRI LEIKGLEÐINNI SKYNJAR MAÐUR HIÐ LITGLAÐA NÁTTÚRUBARN SEM FER SÝNU FRAM Í NEISTA UPPRUNALEGRA HÆFILEIKA.
Bragi Ásgeirsson MBL.


NÁTTÚRAN Í BLÓÐINU 1998.
Lárus H. List málar abstrakt myndir, náttúrustemmingar með olíulitum . Hann hefur áður málað myndir þar sem heimur álfa og huldufólks hefur verið viðfangsefnið, nú sleppir hann alveg hluttengingunni - jafnvel þótt deila megi um hversu hlutbundnar myndir úr álfheimum kunni að vera - og lætur hann litina og formin tala sjálf. Viðfangsefnið þessara mynda er BIRTAN sjálf, einkum VETRARBIRTAN. Málverkinn eru frjálslega unnin, litaandstæðurnar oft skarpar og formið gróft. En hvíti liturinn er alltaf sterkur og Lárus List málar gjarnan yfir aðra fleti svo allt virðist séð gegnum hríðarkófið. ÞANNIG FANGA MYNDIRNAR VEL VETRARSÝN Á NORÐUR SLÓÐUM. Eflaust vekur það mesta athygli á þessari sýningu að Lárus H List notar ekki aðeins olíuliti, heldur einnig BLÓÐ sem dregið hefur verið úr honum sjálfum. Liturinn sem þannig fæst er reyndar furðu fallegur, djúpur rauður litur. En það er vitneskjan um uppruna hans sem hlýtur að móta viðhorf okkar til myndanna; Það verður ekki fram hjá því litið að listamaðurinn er að ögra áhorfandanum og knýja fram umhugsanir. Það er nefnilega fátt í efnisheimi okkar sem er jafn þrungið merkingu og BLÓÐ, hinn innri sjór sem baðar líkama okkar og nærir líffæri og vefi.

Þannig má segja að notkun blóðsins gefi málverkum Lárusar List aðra vídd. Náttúrustemmingin er ekki lengur meinlaus eða fjarlæg heldur tengd hjartablóði okkar, hinn faldi innri sjór rennur saman við ytri náttúru og verður að áleitinni spurningu um samband okkar og umhverfisins.
Jón Proppé listfræðingur.


María Mey - Augu Guðs
í Þjóðarbókhlöðunni 25. Mars 1999.
2000 ára getnaður Maríu Meyar. Þessi augu eru besti hluti hins hlutlæga myndmáls af því að þau búa yfir strangri og eilítið harðsoðinni dulúð svona í anda Andrea del Castagno og sérstæðarar opinberunarhörku hans.- Upphengi Lárusar á einu málverki - María mey - augu Guðs - í tómum sal, stúkuðum af með gleri á báða vegu, sem heldur uppi framtaki hans og verður að skoðast hið markverðasta við verk hans og sýningu-. varla mundum við tala um hin skýra - getnað - ,,conceptio immaculata", eins og þessi dásamlegi atburður heitir á latnesku kirkjumáli - ef þetta hefði allt verið með jafnsubbulegum hætti og blóði drifið og Lárus H List vill vera láta? - hin fjarræna María spænska meistarans Velázquez - á National Gallery, Lundúnum - trúrri hinni heilögu ritningu, þótt mörgum finnist hún kuldalega rökræn í einkennilegri einveru sinni skýjum ofar. Eins er stóra glerið hans Duchamp - Listasafninu í Fíladelfíu, Pennsylvaníu - snöggtum dulúðugra. -málaratæknin er athyglisverð og skortir ekki tilfinningu-.
Halldór Björn Runólfsson listfræðingur.


Eskimo Art. (List Norðanfólksins) MOKKA í Mars 2000.
Líkt og áður hafa þessar nýju myndir Lárusar H List nokkuð aðdráttarafl fyrir þá óheftu sköpunarþörf sem þau vitna um. Hér er á ferðinni málari sem málar ekki af því honum hafi verið kennt það eða hann hafi kosið sér málaralistina úr mörgum mögulegum kostum; Lárus H List virðist fremur mála af því hann getur ekki annað, af því einhverri ómótstæðilegri þörf. Það að finna þessa þörf er auðvitað fyrsta forsenda listarinnar og fyrir henni má ávallt finna í myndum Lárusar H List.
Jón Proppé listfræðingur.


LAND Í ÆÐUM, ÆÐAR Í LANDI

Eitt sinn var ort:

Sá sem bindur hugann
við þyt sigðarinnar
í hendi sláttumannsins
greinir ekki
hljómkviðu lífsins
í frækorninu.

(Kristján frá Djúpalæk: Úr Óði steinsins)

Þessu erindi mætti snúa upp á ríkjandi hugmyndafræði samtíðar okkar:

Sá sem bindur hugann
við skrjáfið í blöðum
fræðiritanna
hefur glatað
blóðtengslum sínum
við náttúruna.


Kjarninn í málverkum L.H.L. er áminning þessara blóðtengsla: að landið er í æðum okkar, ekki síður en æðarnar eru í landinu. Þau eru unnin í kröftugum anda þeirra gömlu og góðu módernísku sanninda, frá upphafi aldarinnar, að þótt engin bein tengsl séu milli lista og veruleika þá opni góð list "útsýni, launkofa, smugu" að veruleikanum. Verk L.H.L. eru lífæðar milli lands og manns og milli manna innbyrðis. Gagnrýnendur hafa séð í blóðlist hans ögrun og óþægindi, vísun til hins grófa og sundurslítandi: ofbeldis, slysa og dauða. Fyrir mér er andi þeirra allt annar: mildur og tengjandi: sáttargjörð milli manns og náttúru. Rök fyrir þessari túlkun má annars vegar finna í þróun myndefna L.H.L.: frá heimi álfa og huldufólks (Deiglan, 1997), yfir í æðar og straumkennda áferð náttúrunnar (Deiglan, 1998) og nú María Mey - Augu Guðs.

Alls staðar snýst efnið um blóðtengsl: samruna, skilning, sátt - við fortíðina, umhverfið náungann. Hins vegar bera ýmis orð L.H.L. sjálfs þessu sama vitni, í viðtölum og sjálfsskilgreiningum: lýsing hans á upplifun þess að sjá frostið sprengja bláber eða jörðinni blæða í Kröflueldum: Við getum skilið og komist í samband við það sem stendur utan sjálfsins ef við týnum okkur ekki í formhengilshætti og orðavaðli, ef við munum að blóðið í æðum okkar er sameiginlegur arfur þeirrar náttúru sem er fóstra okkar allra.

Hannes Pétursson orti um "rótarkeiminn" í ljóðum Stephans G. Það er "blóðbragð" að verkum L.H.L. En engum ætti að bjóða við því bragði nema hann sé orðinn endanlega firrtur frá hversdagsheimi steina á lækjarbotni, frostsprengdra bláberja, sveittra gæðinga í öræfaferð - og sálna sem nálgast og verða eitt við skilning hins sammannlega. Verk L.H.L. eru að sumu leyti einstæð að efniviði en að öðru leyti eru þau áhnykking ævafornra sanninda um jarðbindingu mannlífsins, sanninda sem ekki ættu að vera öðrum hulin en þeim sem tapað hafa áttum í textaheimum.

Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki.


Vitundarástand.

Ekki skortir Lárus H List athafnasemina, metnaðin né hugrekkið í glímuni við liti og form, og nú hefur hann valið sér form sem lítt er greiðfært öðrum en þeim sem hafa gengist undir langa skólun og mikinn aga.

En skólar og skólun er tvent ólíkt þegar um listir er að ræða, hér skipta áhugi og þjálfun sköpum sem fyrri daginn.

Málunarhátturinn er eins konar ósjálfrátt og grunnfært flipp um myndflötinn, dálítið í anda nýja og villta málverks níunda áratugarins, útkoman þó satt að segja naumast lakari en iðulega á sér stað innan veggja listaskóla á seinni tímum. En sjálfur óformlegur leikurinn er sem fyrr styrkur althafna Lárusar H List í myndlistinni.

Bragi Ásgeirsson mbl. 17. júní 2001Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf